SKIPALÆKURICELAND

SUMARHÚS

SUMARHÚSIN SKIPALÆK
Fyrir upplýsingar um verð vinsamlega hafið samband

Sumarhúsin á Skipalæk standa á bökkum Lagarfljóts og hafa því einstakt útsýni. Húsin eru lítil og sjarmerandi A-hús frá árunum 1985 til 1987 með veggföstum rúmum og innréttingum. Baðherbergi með sturtu eru í hverju húsi auk eldhúskróks með tveimur eldavélarhellum og ísskáp. Lítið sjónvarp, útvarp og gasgrill er í hverju húsi. Þrjú húsanna eru fjögurra manna og tvö þeirra eru tveggja manna. Hvert hús getur tekið tvo auka einstaklinga en setustofurnar rúma tæplega fleiri en stærðin segir til um. Sængur eru í húsunum ef þess er óskað og hægt er að leigja rúmföt. Húsin skulu þrifin vel að lokinni dvöl, nema þess sé óskað að greiða aukalega fyrir þrif.

SUMARHÚS

View from Skipalaekur Cottages, Iceland.

A-structures - Skipalækur Cottages

sumarhus01

TEIKNINGAR & MYNDIR
Húsin eru af þremur gerðum, hér að neðan má sjá myndir af hverri gerð fyrir sig.

LITLA HALL 1985
Teikning af Litla Halli
Litla Hall

Litla Hall er elsta húsið okkar. Þar geta sofið 6-8 manns en setustofan hentar ekki fleiri en fjórum. Tvö svefnherbergi með veggföstum 110cm rúmum og 75cm kojum þar sem innra herbergið er innangengt úr því fremra. Einnig er svefnloft með tveimur góðum 90cm rúmum, stiginn upp er mjög brattur. Lítill eldhúskrókur með ísskáp, tveimur eldavélahellum og helstu búsáhöldum. Gasgrill er á veröndinni.

litlahall01

litlahall02

litlahall03

HÓLMASTEINN & HÓLMAVOGUR 1986
Teikningar af Hólmasteini og Hólmavogi munu birtast hér von bráðar.

Setustofa með einstöku útsýni yfir Lagarfljót. Svefnherbergið er með 120cm veggföstu rúmi og 80cm koju, einnig svefnloft með þremur veggföstum rúmum. Lítill eldhúskrókur með ísskáp, tveimur eldavélarhellum og helstu búsáhöldum. Baðherbergi með sturtu. Gasgrill er á veröndinni.

holmar01

holmar03

xholmar02

holmar04

holmar05

HRINGHÓLL I/II 1987
Teikning af Hringhólum
Hringholl I & II
Setustofa með fallegt útsýni yfir Fljótið. Svefnherbergi er með 120cm veggföstu rúmi og 75cm koju yfir. Svefnherbergið er til vinstri á myndinni að neðan og baðherbergi hægra megin. Eldhúskrókurinn er með ísskáp og helstu búsáhöldum. Gasgrill er á veröndinni.
Setustofa
Hringhóll I á fallegum vetrardegi
Hringhóll I á fallegum vetrardegi

Fleiri myndir af húsunum og umhverfinu á Skipalæk má finna á MYNDASÍÐUNNI og á FLICKR síðunni okkar.

Vinsamlega kynnið ykkur UMGENGNISREGLUR Skipalækjar.

Be Sociable, Share!
CONTACT US  || TEL: +354 471 1324  ||  booking@skipalaekur.is    ||  T&C
Copyright 2010 by Skipalaekur Guesthouse, East Iceland.