SKIPALÆKURICELAND

REGLUR

ALMENNAR UMGENGNISREGLUR

1. Skipalækur hefur fengið viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi, vinsamlega hjálpið okkur að halda umhverfinu hreinu.

2. Reykingar eru bannaðar í öllum húsakynnum Skipalækjar.

3. Tilvalið er að njóta nálægðarinnar við fljótið og gestum er velkomið að ganga meðfram bökkum þess. Mikilvægt er að fara með gát við Lagarfljót þar sem jökulvatnið er kalt og dökkt. Passið vel uppá börn við fljótið.

4. Allt rusl á Skipalæk er flokkað og endurunnið, vinsamlega fylgið flokkunarreglum. Við fylgjum sorphirðukerfi FLJÓTSDALSHÉRAÐS.

5. Hundar og önnur gæludýr eru bönnuð innandyra og á tjaldsvæði. Eigendur bera ábyrgð á dýrum sínum og verða að sjá til þess að þau skilji ekki eftir sig nein ummerki.

6. Vinsamlega farið ekki inní hestagirðingu né gefið hestunum nema biðja um leyfi starfsmanns.

SUMARHÚS
eftirfarandi reglur eiga við gesti sumarhúsa

1. Vinsamlega gangið um húsin af umhyggju og með virðingu.

2. Gæta þarf sérstakrar varúðar með eld; kerti og grill.

3. Allt rusl á Skipalæk er flokkað og endurunnið, vinsamlega fylgið flokkunarreglum. Við fylgjum sorphirðukerfi FLJÓTSDALSHÉRAÐS.

4. Reykingar eru bannaðar í öllum húsakynnum Skipalækjar.

5. Hundar og önnur dýr eru bönnuð innandyra. Eigendur bera ábyrgð á dýrum sínum og verða að sjá til þess að þau skilji ekki eftir sig nein ummerki.

6. Vinsamlega liggið ekki við sængur án sængurfata.

7. Að dvöl lokinni ber að skila húsinu og húsmunum hreinum. Grill skulu hreinsuð.

8. Leigutaki ber ábyrgð á húsinu meðan á dvöl stendur. Skemmdir af völdum gesta skulu tilkynntar starfsfólki Skipalækjar og bættar ef tilefni þykir til.

Be Sociable, Share!
CONTACT US  || TEL: +354 471 1324  ||  booking@skipalaekur.is    ||  T&C
Copyright 2010 by Skipalaekur Guesthouse, East Iceland.